1604A-mh1-B57
Hluti af B59 Hotel er B57 íbúðaturn fyrir 60 ára og eldri. Húsið er hannað í sama anda og hótelið, þannig að heild skapist í byggingunum. Byggingarmassarnir tveir eru tengdir saman með tengibyggingu á einni hæð og er það gert til að dreifa byggingarmagninu um svæðið og draga úr myndun sviptivinda í kringum mannvirkin. Á neðstu hæð bygginganna er verslunar- og/eða þjónusturými eins og kveðið er á um í aðalskipulagi Borgarbyggðar.
Þegar verkefnið hófst var í gildi deiliskipulag sem gerði ráð fyrir gríðarlegum massa byggingar og bílastæðamannvirkja á lóðinni. Þær framkvæmdir höfðu blessunarlega verið sópað af borðinu í kjölfar fjármálahrunsins á Íslandi og fyrsta verkið í þessu verkefni var að breyta skipulaginu samkvæmt nútíma kröfum, m.a. að skera niður fjölda bílastæða sem reyndist vera umdeildur gjörningur í verkefninu. Þannig var reynt að skapa götumynd í þessum nýja miðbæ Borgarness og gera þannig tilraun til að hrinda af stað allsherjar uppbyggingu á svæðinu.
Íbúðirnar í íbúðarhluta verkefnisins eru á bilinu 50-90 fermetrar af stærð en á sjöundu hæð eru þrjár þakíbúðir um 100 m2. Útsýni er vítt og stórfenglegt og þegar þessi orð eru rituð er gaman að fylgjast með hvernig sveitungar sem eru komnir á eftirlaun velja íbúðir – það fer allt eftir í hvaða átt æskuslóðirnar eru!
///
As part of B59 Hotel is B57, a residential tower for the elderly. The building is designed in the same style as the hotel in order to create context between the masses. The two are then connected by one storey building but the ground floor houses commercial facilities.
When the project commenced the valid masterplan of the time suggested one massive building mass and at least two multi parking garage. Fortunately these plans were suspended due to the Icelandic financial crisis, and the first task was to distribute the building volume and update the plan according to the Borgarnes’s identiy and modern standards in urbanism. That meant to cut down some of the parking space which became controversial in the assignment. The project’s goal was to establish the new town centre which has been in desperate need to do so for decades and at the same time an experiment to try to start redevelopment of the whole area.
The flats in the residential part of the project vary from approximately 50-90 m2 in size on floors 2nd to 6th. On the seventh floor is the penthouses, three flats at 100 m2. The view is spectacular in all directions and it was quite interesting to observe when local elders were selecting their flats – it all depended on which direction of the childhood home was!