1306C-Brákartorg
Árið 2013 var stofnaður vinnuhópur á vegum sveitarstjórnar Borgarbyggðar um að skipuleggja svæði í gamla bænum í Borgarnesi. Almenn óánægja ríkti með gildandi skipulag og átti vinnuhópurinn að taka til afstöðu til breytinga á svæðinu. Leitað var til Gjafa með að endurhanna skipulagið þannig að sem mest sátt myndi ríkja um það.
Nálgunin sem lagt var upp með gekk útá að greina svæðið í þaula og þannig skilgreina anda staðar. Skoðaðir voru þættir eins og mannlíf, veðurfar, saga, útsýni og ásýnd bygginga á svæðinu. Þá var gerð tilraun til að skapa þægilegt andrúmsloft fyrir heimamenn og gesti sem bæinn sækja heim.
Niðurstaðan er Brákartorg. Byggingarreit yrði breytt og hús látin falla að nýrri og eldri húsum sem þegar standa á svæðinu. Þá var lögun þeirra og byggingarreitur skipulagðir á þann hátt að útsýni skapaðist á milli húsanna. Samkomutorg, hið eiginlega Brákartorg myndi vera fyrir framan lágreist húsin og til að brjóta upp efniskennd var sett í bland hart, hellulagt yfirborð, mjúkt þökulagt yfirborð og vatnsborð til að skapa víddir í bæjarrýminu.
Verkefnið Brákartorg var kynnt við góðar undirtektir árið 2014 en því miður var tekin pólitísk ákvörðun að koma því ekki í framkvæmd.
Greinargerð um verkefnið: