STAÐARHÓLL

Staðarhóll í Dölum er eyðibýli sem við fyrstu sýn lætur ekki mikið yfir sér, en ef að er gáð er þar gríðarlega mikil saga sem nær allt til landnáms og snertir sögu þjóðarinnar. Þar bjó m.a. Sturla Þórðarsson sagnaritari og talið er að hann hafi þarna skrifað Landnámu.

Mikill áhugi var að lyfta sögu staðarins, sem er afar merk á hærra plan og bjóða gestum að ganga um svæðið og lesa sér til um hana. Verkefnið gekk útá að skipuleggja áfangastað á eyðibýlinu, gera bílastæði og gönguleið að gamla íbúðarhúsinu og kirkjugarðinum sem þar eru. Hugmyndin er að skapa tímalínu frá bílastæði að íbúðarhúsi og fara þannig í gegnum aldirnar. Húsið sjálft þurfti að gera öruggt til að tryggja öryggi gesta og minja.

Fyrirhugaðar eru fornleifarannsóknir á staðnum en sagt er að ekki megi reka niður skóflu að Staðarhóli án þess að finna neitt. Þetta sannaðist þegar fornleifafræðingur tók jarðvegssýni og fann glerperlu, sennilega frá landnámi!

Gerð:
Deiliskipulag
Staða:
Framkvæmt
Ár:
2017
Verknúmer:
1722C
Staðsetning:
Saurbær í Dölum
Verkefnastjóri:
Svavar Gestsson
Date:
Category: