1410-SÖGUHRINGURINN – ÚTSÝNISPALLUR
Á mjög áberandi stað, hæst á kletti sem trónir yfir gamla bænum í Borgarnesi stendur minnismerki um Þorgerði Brák. Ambáttina út Egils sögu sem hefur verið nefnd fyrsta íslenska hetjan. Listaverkið „Brákin“ er eftir Bjarna Þór Bjarnason hefur skiljanlega mikið aðdráttarafl og vinsælt er meðal ferðamanna að fara upp að því og virða fyrir sér útsýnið en þaðan er hægt að horfa yfir gamla bæinn og eins út á Borgarfjörð. Sveitarfélagið Borgarbyggð óskaði eftir lausn til að auka öryggi gesta í kringum minnismerkið og eins að sporna við eyðingu gróðurs vegna ágangs. Niðurstaðan er pallur sem er um leið tröppur síðasta spölin og bekkir fyrir gesti. Þar er hægt að setjast niður og borða nesti í fallegu umhverfi. Verkefnið var hluti af skipulagningu og tæknilegrar útfærslu á gangstí um svokallaðan sögurhring – gönguleið um gamla bæinn sem tengir saman þetta svæði við íþróttasvæðið og hinn glæsilega Skallagrímsgarð.
///
In a prominent location in Borgarnes rises a monument commemorating Þorgerður Brák, a slave from the settler’s saga who has been named the first Icelandic hero. The monument, titled “Brákin” is by the sculptor Bjarni Þór Bjarnason, is understandably an attraction for visitors as its location provides good view over the old town as well towards the mountains across the fiord. The municipality ordered a solution to address the growing number of visitors to the site, to provide more security on the cliff and to protect vulnerable vegetation. The answer was a viewing platform that acts as makeshift seating for guests and steps up to the artwork. The platform is a part of wider concept of the Söguhringur footpath that connects the leisure centre and the Skallagrímur Park to the old town, and the project also addressed technical solutions and urban function of the site.