1523A-1919
Borgarbraut 7 eða 1919 eða Skverhöllin er mjög merkilegt hús. Byggt árið 1919 var það lengi álitið fallegasta hús Borgarness. Það var byggt af mikilli hugsjón en tíminn fór því miður ekki mjúkum höndum um það.
Í þessu verkefni er húsinu breytt í tvær aðskildar íbúðir og reynt eftir fremsta megni að koma húsinu sem næst upprunalegu útliti sínu. Það reyndist snúið því í þá tæpu öld sem það hefur staðið hefur það tekið sífellum breytingum. Með öðrum orðum var erfitt að finna hið ekta upprunalega útlit sem samræmist nútíma aðstæðum.
Húsið skal vera múrað að utan og allt steypuverk, þar með talið skreytingar og gosbrunnur, komið í upprunalegt horf. Í verkefni sem þessu er oft skortur á teikningum frá fyrri tíð og þá þarf að leita heimilda annarsstaðar. Rætt var við fyrri íbúa hússins, afkomenda Magnúsar sem byggði það og leitað fanga í gömlum ljósmyndum, meðal annars í Safnahúsi Borgarfjarðar.