1823A-MarkVest
Þessi tillaga var gerð sem tilraun til að vega og meta kosti og galla þess að byggja upp nýja gestastofu í Borgarnesi fyrir ferðamenn. Í frumdrögunum var gert ráð fyrir að Markaðsstofa vesturlands myndi hafa aðstöðu með upplýsingamiðstöð ferðamanna – þar sem allar upplýsingar væru á einum stað fyrir gesti í landshlutanum.
Hönnunin á að vera hvetjandi fyrir gesti að staldra við og hægja á sér á ferðalaginu og skoða það litla sem leynist í náttúrunni eins og hraunsteina, plöntur og skeljar. Þannig var upplýsingamiðstöðin meira hönnuð sem vísindaleg tilraunastofa en ekki eiginleg gestastofa. Gestirnir væru því ekki að skipuleggja eiginlegt ferðalag, heldur að blanda saman hinum ýmsu „hráefnum“ til að komast að formúlunni að hinu fullkomna ferðalagi.
///
This proposal is an experiment considered to evaluate if a new tourist information centre was needed in Borgarnes. In the earlier proposal there was an aim to combine the West Iceland Marketing Office and the tourist information.
The design is suppose to encourage the visitors to travel more slowly and to stop by. Take in the fresh air and observe the little elements in the nature of the region. Therefore the design was not aimed at creating a tourist information – more a scientific lab were the guests could do experiments rather than planning their trips by mixing different elements. By that they would discover the right “formula” for their journey.