1205A-Trönubakki
Á bökkum Hvítár er lítil sumarbústaðarbyggð. Eitt af þessum húsum var byggt snemma á áttunda áratugnum en þegar nýir eigendur fjárfestu í því var það orðið mjög illa farið og þurfti þar af leiðandi að víkja.
Verkkauparnir óskuðu eftir rómantísku húsi sem myndi fanga kyrrðina og náttúruna sem umlykur allt svæðið. Í grennd er húsið Trana, byggt árið 1890 sem var einskonar innblástur fyrir verkefnið ásamt hinu mikla Skessuhorni sem gnæfir yfir Borgarfjörðinn og er mjög greinilegur frá lóðinni.
Stórir gluggar ramma inn útsýni yfir Hvítá og yfir í Borgarfjarðardalina og Hvanneyri. Torfhleðslur rúna skarpar brúnir veggjanna og gefa byggingunni rómantískan blæ. Að auki draga þær úr hvirfilmyndun við húshornin sem eykur á skjólmyndun við húsið.
Að innan er sumarbústaðarfílingurinn allsráðandi. Ljós viðurinn er ómissandi fyrir stemmninguna og punkturinn yfir i-ið er lifandi eldur í kamínunni. Svefnherbergi snúa þannið að sólarupprás yfir Borgarfjarðarfjöllin bjóða góðan dag.
///
On the banks of river Hvítá was a little summer house build in the early 80’s. As new owners purchased the property it was dilapidated and beyond saving. The clients, lovely husband and wife from Reykjavík asked for a romantic building that captures the charm of the area and the nearby house Trana, built in 1890. Trana and the dominant Mount Skessuhorn became the main inspiration for the project.
Large windows catch the view towards the mountains and the glacial river and by using traditional methods as turf and timber cladding the building becomes romantic in its natural setting. Internally, the typography of the summer cabin is everywhere. Stove, light timber cladding and cosiness is the key factor here.