2001A-Martin Miller’s Gin Art House
Vestasta hús Borgarnes er Grímshús, byggt 1942 og með ansi litríka og merkilega sögu. Sem fyrrverandi sláturhús, vörugeymsla, skrifstofur, listasafn, svíðingaskúr og ráðhús með tvo húsbruna á bakinu og dularfulla gluggasetningu hefur byggingin sérstakt aðdráttarafl og það vakti athygli aðstandenda Martin Miller´s Gin.
Sá góði drykkur hefur verið framleiddur í Borgarnesi úr vestlensku vatni með ensku hugviti í yfir tuttugu ár. Nú stendur til að gera gestastofu fyrir ginið í Borgarnesi og varð Grímshús fyrir valinu.
Nýja vöruþróunin gengur út á breytingar. Martin Miller’s Gin segir að breytingar eru af hinu góða. Í anda Plan-B Art Festival og þessarar heimspeki verður gestastofan ekki aðeins helguð drykknum heldur samtímalist. Húsið mun iða af lífi sem gestavinnustofa listafólks með gin bar og stórkostlegu útsýni yfir Borgarfjörðinn.
Við hönnun hússins er verið að skapa aðstæður fyrir sköpunina og margbreytileikann. Það er hannað þannig að það getur breyst dag frá degi, flestar innréttingar eru lausar og færanlegar. Aðalinngangurinn er kannski ekki endilega á sama stað og hann var í gær.
Í viðbyggingu við upprunalega Grímshús er ámugeymsla þar sem ginið fær að eldast í níu mánuði og umbreytist í 9 Moons, sem er stórkostlegt gin með eikarkeim sem veitti hönnuðinum innblástur. Form hússins er þannig að það hafi ekki áhrif á Grímshúsið, en það sé með mörgum óvæntum smáatriðum, eins og t.d. „Camera Obscura“ áhrifum í ámugeymslunni.
Að utan er gert ráð fyrir að viðbyggingin taki ekki of mikla athygli frá Grímshúsi, en sé margbreytilegt listaverk í eðli sínu. Þess vegna er gert ráð fyrir að listafólk sem sérhæfir sig í götulist eða graffiti fá að setja verk á veggina. Eðli götulistar er að verkin endast ekki lengur en um 6-7 ár og því er gert ráð fyrir að umbreyting eigi sér stað á veggjum hússins.
Að lokum – af því vatnið tæra og bláa leikur svo stóran þátt í gininu og umhverfinu, þá er allt foanvatn af þakinu leitt í rennu sem skilar því í klettavegginn í landfyllingunni, jafnvel með inspítingu með heitu vatni…. Frost og þýða skapa ísskúlptúr og því felst umbreyting vatnsins sem endurspegalst í eðli byggingarinnar.
Martin Miller’s Gin gestastofan er komin með byggingarleyfi og framkvæmdir sem fyrst.
///
The most western building in the town of Borgarnes is Grímshús, built in 1942. As former slaughterhouse, warehouse, office building, art gallery and with its particular windows setting it has a luring effect on passers by. No wonder it caught the attention of the managers of the Martin Miller’s Gin.
The high quality and awarded gin brand has actually been produced in Borgarnes for over 20 years. Made by English expertise and Icelandic water the result is out of this world, and it is time for the brand to have a visitor centre – In Grímshús!
The gin’s brand is all about transformations. Changes are part of the good as that is the only way to evolve. By this philosophy and inspired by the Plan-B Art Festival the design of the Martin Miller’s Gin in Grímshús is not only dedicated to the drink, but also contemporary art. The Building will be oozing with life as not only a visitor centre, but also an artist studio and residency workspace.
Creativity and multidisciplinary usage is the main design goal. Therefore the layout is constantly changing as the fittings are movable. Even the main entrance might not be the same as it was yesterday.
An extension will be erected by the original Grímshús. That building will house oak barrels where the gin will age for nine months creating the amazing 9 Moons gin, which inspired the architect greatly in designing the project. The form of the extension will never dominate the old, historic building but will provide the visitors with many hidden details, such as “Camera Obscura” effect in the barrel room.
Externally the extension will act as an art work or canvas in its own right. Graffiti artists will be invited to create their art on the walls, and as the nature of good street art is that it only lasts for 6-7 years new artwork will be inaugurated – hence the transformation.
Finally, as the water plays such an important role in the making of the gin and also the surrounding of Grímshús. Drain Water from the roof is ducted to a spout that funnels it to the boulders below. During the ever freezing/thawing temperatures in the Icelandic winter months, an ice sculptor will form in the landfill created by the nature, framing the transformation of the weather and the building’s character.
The construction of Martin Miller’s Gin Visitor Centre will commence soon.