1604A-mh3-B59 Hotel
Veturinn 2015 var komið inná vinnustofu Gjafa og rætt um uppbygging á lóðum að Borgarbraut 55-59. Það var upphafið að samstarfi sem endaði í einni mestu uppbyggingu í Borgarnesi á síðari tímum. Hluti af þeirri vinnu var deiliskipulag og hönnun bygginganna sem svo risu á lóðum númer 57-59. B59 Hotel var svo formlega opnað í júní 2018. Óhætt er að segja að mikið gekk á í framkvæmdunum og vægast sagt var mikill lærdómur að byggingunni, en heilmikið líf hefur skapast í og í kringum starfsemina.
Hótelið er 4. stjörnur og er með líkamsrækt, spai, standard hótel herbergjum, hostel herbergjum og svítum á fimmtu hæð. Við hönnun bygginganna var reynt að halda í götumynd Borgarbrautarinnar, en aðstæður voru hálfgerð götuleysa þar sem lítið sem ekkert mannlíf gat þróast.
Byggingarnar eru nú nýtt kennileiti í bænum og eitt mesta hrósið sem byggingin fékk frá heimamönnum voru að fólki fyndist eins og „þær hefðu alltaf verið þarna“. Það er í takt við helstu áherslur hönnunar Gjafa um að byggingar taki mið af umhverfi sínu og verði hvorki yfirþyrmandi né undiroka í sínum náttúrulegu aðstæðum.
///
During the winter of 2015 a visitor dropped by at the studio of Gjafi. The discussion during that visit evolved around the development of the lots at Borgarbraut 55-59 in Borgarnes that were vacant lots at the time. That was the beginning of one of the greatest development that the village of Borgarnes has seen. The hotel was opened early June 2018 and has already changed the culture of Borgarnes and the area is filled with activities and people.
The hotel is a 4 star resort fully equipped with gym, spa and restaurants. The rooms vary from hostel rooms to suites on top floor with breathtaking views over the area. During the design it was one of the goals – as always that the buildings would fit in to their surroundings. Therefore the building’s masses create a streetscape and hopefully more life as the development ages.
The result is a new landmark in the town centre, new hangout place for the locals and hopefully the first step of the town centre’s development.